Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara

Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara
Icelandic Philatelic Federation
Síðumúla 17, IS- 108 Reykjavík
www.is-lif.is0
Markmið

Hlutverk LÍF er m.a. að koma fram fyrir hönd aðildarfélaganna á opinberum vettvangi, bæði innanlands og utan svo og að vinna að því að vekja áhuga á gildi frímerkjasöfnunar og frímerkjafræða sem menningarlegri tómstundaiðju.
Þessum tilgangi skal einkum leitast við að ná með umræðum og útgáfustarfsemi, frímerkjasýningum o.s.frv.


0
Auglýsing um úthlutun styrkja

Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til sjóðsins, en næsta úthlutun styrkja fer fram á degi frímerkisins þann 9. október 2012.
Frímerkja- og póstsögusjóður var stofnaður árið 1986 og gilda um hann reglur nr. 453/2001. Tilgangur sjóðsins er að efla og styrkja störf og rannsóknir á sviði frímerkjafræða og póstsögu og hvers konar kynningar- og fræðslustarfsemi til örvunar á frímerkjasöfnun, svo sem með bóka- og blaðaútgáfu. Eins getur sjóðurinn styrkt sýningar og minjasöfn, sem tengjast frímerkjum og póstsögu. Styrki má veita félagasamtökum, einstaklingum og stofnunum.
Umsóknum skal fylgja ítarleg greinargerð um í hvaða skyni sótt er um styrk.
Umsóknir um styrki skal senda til stjórnar sjóðsins, b.t. Veru Sveinbjörnsdóttur, innanríkis- ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 30. september nk.
Reykjavík, 28. ágúst 2012
Stjórn Frímerkja- og póstsögusjóðs

Sjá nánar um sjóðinn á vef ráðuneytisins.


NORDIA 2013

Dagana 7. til 9. júní 2013 efnir Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara til norrænnar sýningar, sem hlotið hefur nafnið NORDIA 2013. Verður sýningin haldin í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ og er stefnt að því að hún verði um 700 rammar að stærð. Nánar verður hægt að fylgjast með undirbúningi á vef sýningarinnar NORDIA2013.is.


Tímamótasamningur

Eins og fram kemur í nýjasta tölublaði Frímerkjablaðsins (25), gerðist sá ánægjulegi atburður í Þjóðminjasafni Íslands þann 21. mars sl., að forstöðumaður þess, Margrét Hallgrímsdóttir og formaður LÍF, Sigurður R. Pétursson, skrifuðu undir samkomulag þess efnis að frímerkjasafn Helga heitins Gunnlaugssonar af bréfum og frímerkjum með mynd Kristjáns konungs níunda, sem varðveitt er í Þjóðminjasafninu, verði gert aðgengilegt á vef. Má segja að með samkomulaginu sé draumur frímerkjasafnara að rætast því langt er síðan farið var að tala um þau frímerkjasöfn sem geymd hafa verið fjarri augum áhugasamra og nauðsyn þess að þau komi fyrir augu almennings.


0
Frímerkjablaðið Frímerkjablaðið

Frímerkjablaðið er nú komið út í 25. sinn og að venju er þar margt fróðlegt til aflestrar. Óþarft er að minna á að blaðið er gefið út af Landssambandinu í samvinnu við Íslandspóst. Hófst sú ánægjulega samvinna árið 1998 og helst vonandi sem lengst.
Í þessu tölublaði er umfjöllun um frímerkjaútgáfum síðari hluta árs 2012, Tímamótasamning, sjá hér að ofan, Íslenskt efni á erlendum frímerkjum, Jólamerki, Póstkort, Afbrigði í frímerkjum, Heimsmeistaraeinvígið í skák 1972, Flugferðir von Gronau, Alþjóða svarmerki og ýmislegt annað forvitnilegt.

Sjá nánar um tilurð Frímerkjablaðsins -->>
Hér eru öll útkomin blöð og efni þeirra -->>


0

0
Póstkortasöfnun

Póstkortasöfnun er víða vinsæl og upp rísa félög póstkortasafnara, sem síðan í mörgum tilfellum fá aðild að landssamtökum frímerkjasafnara enda stuttur þráðurinn þar á milli. Margir póstkortasafnarar sérhæfa sig í söfnuninni og setja söfn sín upp til sýninga sjáfum sér og öðrum til ánægju.
Nokkur kort hér >>

0

0
Frímerkjauppboð á eBay

Flestum er sjálfsagt ljóst að frímerkjauppboð er stöðugt í gangi á eBay. Töluvert er þar alltaf af íslensku efni. Sjá hér.

0
Fréttir

Styrkir úr Frímerkja- og póstsögusjóði!
Sjá nánar í miðdálki.12. júní 2012. Á frímerkjasýningunni FRÍMERKI 2012, sem haldin var dagana 1. til 3. júní s.l. fengu sýningargestir að sjá frímerki og frímerkjatengt efni af margvíslegum toga í 136 römmum. Þar af var í 12 römmum efni tengt því að 40 ár eru liðin frá því að Fischer og Spasskí háðu hið eftirminnilega einvígi sitt um heimsmeistaratitilinn í skák árið 1972.
Í samkeppnisdeild sýningarinnar sýndu 11 safnarar og var niðurstaða dómara sem hér segir: Póstsögudeild.
Páll A. Pálsson: Kristján níundi konungur Íslands (71 stig = silfur), Sveinn Ingi Sveinsson: Íslenskir númerastimplar (81 stig = gyllt silfur), Sverrir Helgason: Íslenskir númerastimplar (78 stig = stórt silfur), Árni Þ. Árnason: Íslenskir kórónustimplar (67 stig = silfrað brons, einn rammi), Hjalti Jóhannesson: Íslenskir kórónustimplar (70 stig = silfur), Magnús Sigurðsson: Sænskar járnbrautir. PKXP stimplar 1868-1950 (72 stig = silfur), Rúnar Þór Stefánsson: Iceland during WWII (87 stig = stórt gyllt silfur).
Hefðbundin deild.
Thomas Larsson, Svíþjóð: Gustav V in Medallion (85 stig = stórt gyllt silfur).
Opin deild.
Helgi Gunnarsson: Íslenski refurinn (77 stig = stórt silfur) og sami sýnandi: Lundinn (64 stig = brons, einn rammi).
Póstkortaflokkur.
Tveir sænskir safnarar sýndu í póstkortaflokki, en slík söfn eru í æ ríkari mæli sýnd á frímerkjasýningum. Hans Gunnar Eklöf sýndi kort tengd iðnaði og auglýsingum og hlaut 81 stig (stórt silfur) og Andreas Tärnholm sýndi kort frá landssvæðinu Upplands Väsby og hlaut 86 stig (stórt gyllt silfur).
Bengt Bengtsson frá Svíþjóð, sem tók þátt í dómstörfum sýningarinnar hélt fróðlegt erindi um söfnun póstkorta og studdi mál sitt með viðeigandi myndefni. Var fyrirlesturinn fjölsóttur og féll í góðan jarðveg.
Þing Landssambandsins var haldið laugardaginn 2. júní í húsakynnum LÍF í Síðumúla 17. Stjórnin var öll endurkjörin og má sjá skipan hennar hér að neðan.

17. Mars 2012. Nýtt númer af Frímerkjablaðinu! Sjá má blaðið hér á vef Landssambandsins.

Desember 2011. Ný bók: Pósthús og bréfhirðingar eftir Þór Þorsteins!
Út er komin bókin Pósthús og bréfhirðingar á Íslandi 1870 - 2011 eftir Þór Þorsteins. Er hér um að ræða endurútgáfu samnefndrar bókar sem út kom fyrir um það bil tuttugu árum en margt hefur breyst hvað varðar íslenska póstþjónustu á þeim tíma. Meðal annars hefur rekstur pósthúsa verið endurskipulagður og fjölmörgum bréfhirðingum verið lokað. Þá er skráningu stimpla og flokkunarkerfi þeirra gerð rækileg skil í þessari bók auk margs annars sem söfnurum er nauðsyn að geta leitað upplýsinga um.
Höfundur bókarinnar, Þór Þorsteins, hefur gefið Landssambandi íslenzkra frímerkjasafnara handritið til framtíðareignar og afnota eins og fram kemur í formála bókarinnar.
Bókin, sem er 116 blaðsíður í A4 broti, er nú komin í sölu og kostar 3500 krónur. Geta væntanlegir kaupendur snúið sér til formanns Landssambandsins á netfanginu issporsrp@simnet.is28. maí 2011.  Safnarar takið eftir: Í vinstri dálki er tengill: Reglur um dóma o. fl. Þar má sjá ýmislegt sem kann að koma bæði sýnendum og dómurum að gagni.Stjórn og nefndir
Stjórn Landssambandsins er kosin á landsþingi samtakanna, sem haldið er ár hvert. Eftirtaldir skipa stjórn LÍF starfsárið 2012-2013:

Formaður:
Sigurður R. Pétursson, framkvæmdastjóri
Varaformaður:
Árni Gústafsson, framkvæmdastjóri
Ritari:
Gísli Geir Harðarson, rafeindavirki
Gjaldkeri:
Gunnar Rafn Einarsson, lögg. endurskoðandi
Meðstjórnandi:
Kjartan J. Kárason, tæknifræðingur
Varamaður:
Hálfdan Helgason, tæknifræðingur

Ritnefnd Frímerkjablaðsins:
Sigurður R. Pétursson ritstjóri og ábyrgðarmaður, Hálfdan Helgason, Hrafn Hallgrímsson, Kjartan J. Kárason, Sveinn Ingi Sveinsson

Dómaranefnd Landssambandsins:
Árni Gústafsson, Gísli Geir Harðarson, Hálfdan Helgason, Sigurður R. Pétursson

Text Copyright © Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara - Vefari / Webmaster: Hálfdan Helgason
Síðast uppfært / Last update: 12. júní 2012